Fara í innihald

Studio Ghibli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Studio Ghibli, Inc. (株式会社スタジオジブリ, Kabushiki-gaisha Sutajio Jiburi) er japanskt anime og manga myndver stofnað árið 1985 af leikstjórunum Hayao Miyazaki og Isao Takahata auk framleiðndans Toshio Suzuki. Myndverið er þekkt fyrir hinar mörgu Anime bíómyndir sem það hefur framleitt. Síðan myndverið var stofnað hafa leikstjórarnir Tomomi Mochizuki, Yoshifumi Kondō, Hiroyuki Morita, Gorō Miyazaki (Sonur Hayao Miyasaki) og Hiromasa Yonebayashi einnig leikstýrt myndum sem framleiddar hafa verið af myndverinu og Joe Hisaishi hefur samið tónlist við allar myndir Hayao Miyasaski.

Helstu útgefnu verk[breyta | breyta frumkóða]

 • Castle in the Sky, (frumsýnd 2. ágúst 1986, og leikstýrt af Hayao Miyazaki)
 • Grave of the Fireflies, (frumsýnd 16. apríl 1988, og leikstýrt af Isao Takahata)
 • Nágranninn minn Totoro, (frumsýnd 16. apríl 1988, og leikstýrt af Hayao Miyazaki)
 • Kiki's Delivery Service, (frumsýnd 29. júlí 1989, og leikstýrt af Hayao Miyazaki)
 • Only Yesterday, (frumsýnd 20. júlí 1991, og leikstýrt af Isao Takahata)
 • Porco Rosso, (frumsýnd 18. júlí 1992, og leikstýrt af Hayao Miyazaki)
 • Ocean Waves, (frumsýnd 3. maí 1993, og leikstýrt af Tomomi Mochizuki)
 • Pom Poko, (frumsýnd 16. júlí 1994, og leikstýrt af Isao Takahata)
 • Whisper of the Heart, (frumsýnd 15. júlí 1995, og leikstýrt af Yoshifumi Kondō)
 • Princess Mononoke, (frumsýnd 12. júlí 1997, og leikstýrt af Hayao Miyazaki)
 • My Neighbors the Yamadas, (frumsýnd 17. júlí 1999, og leikstýrt af Isao Takahata)
 • Spirited Away, (frumsýnd 27. Júlí 2001, og leikstýrt af Hayao Miyazaki)
 • The Cat Returns, (frumsýnd 19. Júlí 2002, og leikstýrt af Hiroyuki Morita)
 • Howl’s Moving Castle, (frumsýnd 20. Nóvember 2004, og leikstýrt af Hayao Miyazaki)
 • Tales from Earthsea, (frumsýnd 29. Júlí 2006, og leikstýrt af Gorō Miyazaki)
 • Ponyo, (frumsýnd 19. Júlí 2008, og leikstýrt af Hayao Miyazaki)
 • The Secret World of Arrietty, (frumsýnd 17. Júlí 2010, og leikstýrt af Hiromasa Yonebayashi)
 • From Up on Poppy Hill, (frumsýnd 16. Júlí 2011, og leikstýrt af Gorō Miyazaki)

Myndirnar The Castle of Cagliostro, The Little Norse Prince og Nausicaä of the Valley of the Wind eru gjarnan flokkaðar með hinum bíómyndum myndversins en voru hins vegar allar gerðar og framleiddar fyrir 1985, áður en myndverið var opinberlega stofnað.