Stromboli
Útlit
(Endurbeint frá Strombólí)
Stromboli ( sikileyska: Struògnuli, forngríska: Στρογγύλη (Strongýlē) ) er lítil ítölsk eldfjallaeyja í Tyrrenahafi norður af Sikiley. Hún er ein átta eyja í eyjaklasanum Aeolianeyjar. Íbúar eru um 500 (2016). Eyjan er 926 metrar á hæð en 2700 frá sjávarbotni og gýs oft smágosum. Þrír gígar eru á toppnum og eru oftast sprengigos þó hraun geti runnið stöku sinnum. Fjallið gaus síðast sumarið 2019 með þeim afleiðingum að göngumaður lést.
Þrjú þorp eru á eyjunni: San Bartolo, San Vincenzo og Ginostra.