Fara í innihald

Stjarnsiglingafræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rauði hringurinn eru þeir staðir þar sem sólin er í sömu hæð yfir sjóndeildarhringnum og blái hringurinn tunglið. Á öðrum hvorum staðnum sem hringirnir skerast er hnattstaða athugandans.

Stjarnsiglingafræði eða stjörnufræðileg siglingafræði er tækni til að taka staðarákvörðun út frá stöðu sólar, tungls, plánetanna í sólkerfinu eða þeim 57 leiðarstjörnum sem taldar eru upp á siglinga- og loftferðaalmanaki. Stjarnsiglingafræði hefur þróast í þúsundir ára og er enn í fullu gildi, þótt ný staðsetningartækni á borð við GPS hafi að miklu leyti leyst hana af hólmi.

Stjarnsiglingafræði byggist á því að mæla horn himintungla miðað við sjóndeildarhring og reikna þannig út hnattstöðu athugandans. Á tilteknum tíma er tiltekið himintungl beint yfir ákveðnum punkti á jarðarkringlunni. Þessi punktur nefnist jarðstaða og hægt er að finna hana út með því að fletta upp í siglingaalmanakinu miðað við Greenwich Mean Time sem þarf þá að vera þekktur. Með því að mæla hornið milli hnattarins og sjóndeildarhringsins er þá hægt að reikna út fjarlægð athugandans frá jarðstöðu hans með einfaldri hornafræði og nota það til að setja stöðulínu í hring utanum jarðstöðu himinhnattarins. Athugandinn er þá einhversstaðar á þeirri línu. Yfirleitt er miðað við skurðpunkt staðarlína þriggja til fimm stjarna til að draga úr skekkju.

Aðrar aðferðir til að reikna hnattstöðu eftir himintunglum miðast við notkun sextants eða annarra tækja til að taka hæð sólar á hádegi, en þá þarf GMT ekki að vera þekktur.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.