Kría

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sterna paradisaea)
Jump to navigation Jump to search
Sjá einnig íslenska mannsnafnið Kría.
Kría, eða KRÍA er heiti notað yfir viðureignir KR og ÍA.
Kría
Kríur á bryggjupolla
Kríur á bryggjupolla
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Strandfuglar (Charadriiformes)
Ætt: Þernur (Sternidae)
Ættkvísl: Sterna
Tegund:
Sterna paradisaea

Pontoppidan (1763)
Varpstöðvar sýndar með rauðum lit, veturseta með bláum og farleiðir með grænum.
Varpstöðvar sýndar með rauðum lit, veturseta með bláum og farleiðir með grænum.
Við Markarfljót. Í vígahug til að verja varp.

Kría (fræðiheiti: Sterna paradisaea) er fugl af ætt þerna. Hún er farfugl á Íslandi og verpir hér og annars staðar á norðurslóðum. Krían er sá farfugl á Íslandi sem lengst ferðast frá landinu þegar hún fer í burtu. Krían er hvít á kviði og stéli og undir væng, grá á baki og ofan á vængjum og hefur svartan koll og svarta vængbrodda. Hún hefur rauða fætur og rautt nef á sumrin en svart á veturna og eimir stundum eftir af svörtum nefbroddi snemma sumars. Kría er um 38 sentimetrar á lengd. Krían lifir aðalega á sílum og öðrum smáfiski. Krían verpir 1-3 eggjum og er 16 daga að unga þeim út. Ungarnir eru fleygir á 3-4 vikum.

Krían hefur verið friðuð tegund á Íslandi síðan 1882. Hrun í sandsílastofninum sem má trúlega rekja til loftslagsbreytinga hefur haft afar neikvæð áhrif á afkomu kríunnar á Íslandi. Varpárangur kríunnar hefur verið mjög lélegur frá og með 2005. Krían var ekki metin í hættu við byrjun 20. aldar en á nýjasta válista Náttúrufræðistofnunarinnar frá árinu 2018 er krían nú metin í nokkurri hættu.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi fuglagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.