Fara í innihald

Steingrímsfjarðarheiði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Steingrímsfjarðarheiði liggur á milli Steingrímsfjarðar á Ströndum og Ísafjarðardjúps. Akvegur var opnaður um heiðina árið 1984 og liggur hæst í 439 metra hæð yfir sjávarmáli. Liggur heilsársvegurinn frá norðanverðum Vestfjörðum um heiðina sem tilheyrir öll sveitarfélaginu Strandabyggð.

Áður var fjölfarin gönguleið yfir heiðina, en vegur lá upp úr Staðardal við Steingrímsfjörð um Flókatungu. Segja munnmælintröllkonan Kleppa hafi rutt þann veg með hesti sínum Flóka. Fjölmargar sögur eru um að menn hafi lent í hrakningum á heiðinni og jafnvel orðið þar úti.

Gamalt hlaðið sæluhús er á svonefndri Sótavörðuhæð, þar sem leiðin um Steingrímsfjarðarheiði liggur hæst og stutt frá er neyðarskýli á vegum slysavarnafélaganna. Gamla sæluhúsið var endurbyggt haustið 1989, eftir að það var aftur komið í alfaraleið.