Steðji

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Steðji er einnig annað nafn fyrir steininn Staupastein í Hvalfirði
Járnsmiður hamrar heitt járn á steðja.
Skýringarmynd af steðja

Steðji er framleiðslutæki gert úr gegnheilu stykki úr stáli eða steini og er notaður sem undirlag þar sem hlutir eru smíðaðir með því að hamra þá eða höggva til, til dæmis þegar smíðað er úr járni eða stáli.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Steðjar hafa verið notaðir frá því snemma á bronsöld við alls kyns málmsmíðar þótt tækið hafi þekkst fyrr og verið notað til að búa til hluti úr steini eða tinnu.

Fyrstu vísanir í steðja eru í fornegypskum og forngrískum heimildum. Steðjinn var þróaður áfram á miðöldum þegar járnsmiðjur urðu algengar og útbreiddar.