Fara í innihald

Stafrænn gjaldmiðill

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ólíkar tegundir peninga, byggt á greininni „Central bank cryptocurrencies“ eftir Morten Linnemann Bech og Rodney Garratt.

Stafrænn gjaldmiðill, stafrænn peningur, rafrænn peningur eða rafrænn gjaldmiðill, eru gjaldmiðlar, peningar eða peningaeignir þar sem stjórnun, geymsla og greiðslur fara aðallega fram á tölvukerfum, sérstaklega á netinu. Tegundir stafrænna gjaldmiðla eru rafmyntir, sýndarmyntir og stafrænir gjaldmiðlar seðlabanka. Stafrænn gjaldmiðill getur verið skráður á dreifðan gagnagrunn á netinu, miðlægan rafrænan gagnagrunn í eigu fyrirtækis eða banka, í stafrænum skrám eða jafnvel á sérstöku greiðslukorti.[1]

Stafrænir gjaldmiðlar hafa svipaða eiginleika og hefðbundnir gjaldmiðlar, en hafa oftast ekki efnislegt form hefðbundins sögulegs reiðufés sem hægt er að hafa í hendi, eins og prentaðir seðlar eða mynt. Hins vegar hafa þeir efnislegt form í óhefðbundnum skilningi sem gengur frá tölvu til tölvu, og frá tölvu til mannlegra samskipta, og fela í sér álag á upplýsingavinnslugetu netþjóna sem geyma peningana og skrá færslur. Þetta óhefðbundna efnislega form gerir að verkum að netviðskipti taka nær engan tíma og dregur verulega úr kostnaði sem tengist dreifingu seðla og mynta. Sem dæmi má nefna að af peningum í breska hagkerfinu eru aðeins 3% seðlar og mynt, en 79% eru rafrænir peningar (í formi bankainnistæðna).[2] Stafrænir gjaldmiðlar eru sjaldnast taldir lögeyrir ef engin ríkisstofnun gefur þá út, og þeir gera flutning á eignarhaldi peninga yfir landamæri möguleg.[3]

Hægt er að nota stafrænan gjaldmiðil til kaupa á efnislegum vörum og þjónustu, en notkun hans getur líka verið takmörkuð við ákveðin samfélög. Það á til dæmis við um gjaldmiðla í netspilunarleikjum.[4]

Stafrænn gjaldmiðill getur verið miðstýrður, þar sem er tiltekin miðlæg stjórnsýsla yfir peningabirgðum (til dæmis banki), eða dreifstýrður, þar sem stjórn peningaframleiðslunnar er fyrirfram ákveðin eða samþykkt með lýðræðislegum hætti.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Al-Laham, Mohamad; Al-Tarawneh, Haroon; Abdallat, Najwan (2009). „Development of Electronic Money and Its Impact on the Central Bank Role and Monetary Policy“ (PDF). Issues in Informing Science and Information Technology. 6: 339–349. doi:10.28945/1063. Sótt 12. maí 2020.
  2. „How is money created? - Bank of England“. Sótt 4. september 2022.
  3. Committee on Payments and Market Infrastructures (nóvember 2015). „Digital Currencies“ (PDF). bis.org. Bank for International Settlements. Sótt 11. maí 2020.
  4. „Digital currencies are impacting video games with...“. Offgamers. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. nóvember 2018. Sótt 6. nóvember 2018.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.