Sýndarmynt
Útlit
Sýndarmynt er stafrænn gjaldmiðill sem er gefinn út og notaður í tilteknu netsamfélagi.[1]: 13 Sýndarmynt er oft hluti af MMORPG-leikjum eins og World of Warcraft eða Eve Online og er þá gefin út og stýrt af fyrirtækinu sem þróar leikinn. Stundum eru slíkar myntir í formi afsláttarmiða, spilapeninga (til dæmis Amazon Coin eða FIFA coins) eða sýndarvara (eins og Counter-Strike „skinn“). Sýndarmynt fær stundum verðgildi í raunmynt í viðskiptum milli fólks í netsamfélaginu, til dæmis í veðmálastarfsemi (skinnaveðmál). Sýndarmynt er líka notuð í peningaþvætti.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ European Central Bank (október 2012). „1“. Virtual Currency Schemes (PDF). Frankfurt am Main: European Central Bank. bls. 5. ISBN 978-92-899-0862-7. Afrit (PDF) af uppruna á 6 nóvember 2012.
- ↑ Dan Cooke, Angus Marshall (2024). „Money laundering through video games, a criminals' playground“. Forensic Science International: Digital Investigation. 50. doi:10.1016/j.fsidi.2024.301802.