St. Kilda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

57°49′N 8°34′V / 57.817°N 8.567°V / 57.817; -8.567

St. Kilda eyjaklasinn
St Kilda þorpsvíkin á eyjunni Hirta

St Kilda er óbyggður eyjaklasi á Bretlandseyjum og afskekktasti hluti Bretlandseyja, mikilvæg varpstöð sjófugla og er á lista Heimsminjaskrá UNESCO yfir mikilvæga staði, bæði vegna náttúru sem og sögu. Samtals ná eyjarnar yfir 8,546 km².

Á St. Kilda er stærsta súlubyggð í heimi, með 60428 pörum 1994-95 og áætluð vera 61340 árið 2000. Þar voru þegar orðin um 50 þús. varppör um 1960. [1]

Eyjaklasinn er vestan af Benbecula-eyju í Ytri-Hebrídes eyjaklasanum, og samanstendur af (í stærðarröð) eyjunum Hirta, Soay, Boreray, Dùn, Stac an Armin, Stac Lee og Levenish.

Enginn dýrlingur er tengdur eyjunum og er talið að St Kilda sé afbökun á orðinu skildir sem talið er að víkingar hafi gefið þeim.

Árið 1930 voru síðustu íbúar eyjanna fluttir á brott. gengur nú sjálfala á eyjunum. Enn eru þó mannaferðir á þeim, annars vegar vísindamenn sem rannsaka villt sauðfé á Soay og hins vegar starfsmenn ratsjárstöðvarinnar á Hirta, ætluð til að fylgjast með skotflaugatilraunum sem breski herinn er með á áðurnefndri Benbecula-eyju.

Eyjarnar eru nú eign skoskra yfirvalda.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. P.I. Mitchell, S.F. Newton, N. Ratcliffe & T. Dunn 2004. Seabird Populations of Britain and Ireland (Results of the Seabird 2000 Census (1998-2002). Poyser. 511 bls

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]