Stóllinn
Stóllinn | |
---|---|
Hæð | 1.215 metri |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Dalvíkurbyggð |
Hnit | 65°50′48″N 18°38′09″V / 65.846595°N 18.63586°V |
breyta upplýsingum |
Stóll eða Stóllinn er fjall í Svarfaðardal. Það rís fyrir miðjum dal frá Dalvík að sjá og skilur að innri hluta Svarfaðardals og Skíðadal. Fjallið er afar áberandi í fjallahringnum og eitt helsta kennimark Svarfaðardals. Tindar þess eru Kerling nyrst (1214 m) og Hamrahnjúkur syðst (1215 m) Það er gert úr blágrýtislögum frá rótum og upp á eggjar og um miðjar hlíðar er hátt og samfellt klettabelti sem gefur fjallinu reisulegan svip. Norðantil í fjallinu er mikil hamraskál eða dalur, Kerlingardalur. Úr honum fellur lítil á, Kerlingardalsá niður hjá bænum Melum. Mikill og áberandi berggangur gengur lóðrétt upp hlíðar Kerlingardals og upp í hátind Kerlingarinnar og utan í Hamrahnjúk eru einnig áberandi berggangar.
Stóllinn er ekki í léttasta flokki fjalla til að ganga á en þó eru nokkrar góðar leiðir á hann. Best er að ganga upp frá bænum Melum. Fara fyrst upp með Kerlingará en fylgja síðan suðurbrún Kerlingardals allt upp á Kerlingu. Bergveggurinn utan í gangnum sem teygir sig allt upp á tindinn er þekkt leið fyrir klettaklifrara.