Sprengingarnar í Hyderabad 2013

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Frá sprengjustaðnum.

Sprengingarnar í Hyderabad 2013 áttu sér stað þegar tvær sprengjur sprungu í verslunarhverfinu Dilsukhnagar í Hyderabad á Indlandi klukkan 19:00. Samkvæmt lögreglu hafði sprengjunum verið komið fyrir á reiðhjólum. 17 létust í sprengingunum og 119 særðust.

Enginn lýsti ábyrgð á sprengingunum á hendur sér en böndin bárust fljótt að íslamistasamtökum Abdul Subhan Qureshi, Indverskir mújahidínar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.