Spássían

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Spássían var menningartímarit sem starfrækt var frá 2010–2015. hóf göngu sína í júlí 2010. Megináhersla var lögð á bókmenntaumfjöllun en einnig er fjallað um leikhús, kvikmyndir, myndlist og fleiri svið listarinnar. Í hverju tölublaði mátti finna viðtöl, greinar og gagnrýni um bækur. Tímaritið kom út fjórum sinnum á ári.

Ritstjórar voru Auður Aðalsteinsdóttir og Ásta Gísladóttir.