Sorturák
Útlit
Sorturák[1] (latína līnea nigra eða „svarta línan“) kallast dökk eða brúnleit rák sem sést á maga margra óléttra kvenna. Rákin liggur lóðrétt frá klyftabeininu (os pubis, einnig lífbein) upp kvið þeirra og að flagbrjóskinu.
Rákinni veldur oflitunen sem orsakast af aukinni framleiðslu á litkorninu melanín (sem nefnist einnig sortuefni). Talið er að estrógen orsaki þessa auknu framleiðslu sortuefnis, en sú aukna framleiðsla veldur einnig dökknun vörtubauganna.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]- Fæðingarfræði
- Hvítalína (linea alba)
- Meðganga
- Þungun