Fara í innihald

Rósareynir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sorbus rosea)
Rósareynir
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Reynisætt (Maloideae)
Ættkvísl: Reyniviður (Sorbus)
Undirættkvísl: Sorbus
Tegund:
S. rosea

Rósareynir (fræðiheiti: Sorbus rosea) er smávaxið tré eða runni af rósaætt. Rósareynir er mjög líkur kasmírreyni en smávaxnari og með meira af rauðu litarefni, aldinin eru fölbleik í fyrstu en dökkna með aldrinum. Blómin eru einnig bleikari en á kasmírreyni.