Soraya Post

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Soraya Post

Soraya Viola Heléna Post (fædd 15. október 1956 í Gautaborg) er sænsk stjórnmálakona og evrópuþingmaður fyrir stjórnmálaflokkinn Feministiskt initiativ.

Faðir Post var þýskur gyðingur en móðir hennar var Rómani. Post hefur beitt sér fyrir réttindum rómanskra minnihlutahópa, bæði innan Svíþjóðar og á alþjóðavísu.[1]

Post var í febrúar 2014 útnefnd oddviti Feministiskt initiativ fyrir Evrópuþingskosningarnar í Svíþjóð. Framboðið fékk 5,3% atkvæða í kosningunum, sem tryggir því einn evrópuþingmann.[2] Hún er fyrsti fulltrúi feminísks framboðs til að taka sæti á Evrópuþinginu og fyrsti evrópuþingmaður Svía af rómaættum.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Hon är första romen att toppa EU-lista, SVT, 13. febrúar 2014.
  2. Nästa Bryssel för Soraya Post (Fi), Expressen, 26. maí 2014.
  3. Historiskt namn toppar FI:s sedel, Svenska Dagbladet, 9. febrúar 2014.


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.