Sophia Loren
Jump to navigation
Jump to search
Þetta æviágrip sem tengist kvikmyndum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Sophia Loren (f. Sofia Villani Scicolone; 20. september 1934) er ítölsk leikkona sem hóf feril sinn á 6. áratug 20. aldar í gamanmyndum með leikurum á borð við Vittorio De Sica, Alberto Sordi og Marcello Mastroianni. Upp úr miðjum áratugnum lék hún hlutverk í Hollywood-kvikmyndum sem gerðu hana brátt heimsfræga. Fyrsta enskumælandi kvikmyndin sem hún lék í var Drengurinn á höfrungnum (1957). Hún fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmynd De Sica Tvær konur (La ciociara – 1960) og tilnefningu fyrir Hjónaband að ítölskum hætti (Matrimonio all'Italiana – 1964) eftir sama leikstjóra, þar sem hún lék á móti Mastroianni.
