Fara í innihald

Sogblettir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sogblettir 1987

Sogblettir var íslensk pönkhljómsveit sem starfaði á árunum 1986 til 1988. Sogblettir var ein af fyrstu hljómsveitunum sem Smekkleysa gaf út á plötu. Arnar Sævarsson (hálfbróðir Bjarkar Guðmundsdóttur), Ari Eldon og Gunnar Sæmundsson höfðu spilað saman í nokkur ár áður en Jón Júlíus Filippusson fór að syngja með þeim veturinn 1986-87. Sogblettir voru iðnir við tónleikahald og þykir ein eftirminnilegasta rokkhljómsveitin frá þessum tíma, enda valin efnilegasta hljómsveit ársins af umsjónarmanni rokksíðu Morgunblaðsins 1987. Tónlist Sogbletta var hrá og kraftmikil og textarnir ágengir. Fyrir jólin 1987 sendi sveitin frá sér sína fyrstu plötu og Jón söngvari hætti skömmu seinna. Nýr söngvari, Grétar, tók við og eftir þetta fór vegur Sogbletta minnkandi. Hljómsveitin hætti eftir aðra plötu sína síðla árs 1988. Arnar og Jón spiluðu seinna saman í hljómsveitinni Niður (1992-1997) og Ari Eldon með hljómsveitinni Bless (1988-1990).

Meðlimir Sogbletta

[breyta | breyta frumkóða]

Útgefin verk

[breyta | breyta frumkóða]

Safnplötur, kassettur og sjóræningjaútgáfur

[breyta | breyta frumkóða]