Soffía Karlsdóttir með tríói Aaage Lorange
Útlit
Soffía Karlsdóttir með tríói Aage Lorange | |
---|---|
IM 34 | |
Flytjandi | Soffía Karlsdóttir, Aage Lorange, Þorvaldur Steingrímsson, Paul Bernburg |
Gefin út | 1954 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | Íslenzkir tónar |
Soffía Karlsdóttir með tríói Aage Lorange er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1954. Á henni syngur Soffía Karlsdóttir lögin Það er draumur að vera með dáta og Það sést ekki sætari mey með tríói Aage Lorange. Aage leikur á píanóið, Þorvaldur Steingrímsson á fiðlu og Paul Bernburg á trommur. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]- Það er draumur að vera með dáta - Lag - texti: Brink - Bjarni Guðmundsson - ⓘ
- Það sést ekki sætari mey - Lag - texti: Rodgers, Hammerstein - Loftur Guðmundsson
Umfjöllun um lagið "Það er draumur að vera með dáta"
[breyta | breyta frumkóða]Þó að lagið Það er draumur að vera með dáta hafi náð miklum vinsældum sýndist sitt hverjum um innihald ljóðsins,[1][2] en lagið var fyrst sungið í revíunni Hver maður sinn skammt frá 1941.[3][4]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Morgunblaðið, lesendabréf, 20. júní 1954, bls. 8.
- ↑ Þjóðviljinn, lesendabréf, 12. maí 1959, bls. 6.
- ↑ Sjá frekari umfjöllun um revíuna í þættinum Gullöld revíunnar. Una Margrét Jónsdóttir. 14. júní 2009. http://podcast.ruv.is/gullold_reviunnar/podcast.xml Geymt 9 júlí 2013 í Wayback Machine
- ↑ Íris Cochran Lárusdóttir. Það er draumur að vera með dáta. Ástandið frá komu Bandaríkjahers 1941 til ársloka 1943. B.A. ritgerð í sagnfræði við H.Í., janúar 2011. Bls. 4.