Snowdonia-þjóðgarðurinn
Útlit
Eryri (eða á ensku, Snowdonia)[1][2] er fjöllótt svæði í norður-Wales sem þekur 2.130 km2 svæði. Nafnið er tilkomið frá Snowdon sem er hæsta fjall Wales (1085 m.).
Þjóðgarðurinn varð sá þriðji í Bretlandi á eftir Peak District og Lake District. Eignarhald er bæði hjá ríki og í einkaeigu. Meira en 26.000 manns búa innan Snowdonia og tala tæp 60% þeirra velsku (2011).
Mikið er um opið land og fjöll en þó talsvert af landbúnaðarstarfsemi. Eik, birki, askur, ilmreynir og hesli eru meðal trjáa í upprunalegum skógum. Votviðrasamt er á svæðinu og er ársúrkoma 4.473 millimetrar.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Snowdonia-þjóðgarðurinn.
Fyrirmynd greinarinnar var „Snowdonia“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. mars. 2017.
- ↑ Forgrave, Andrew (16. nóvember 2022). „Yr Wyddfa will take precedence over Snowdon after national park vote“. North Wales Live (enska). Sótt 19. nóvember 2023.
- ↑ „Eryri National park lake names to only be referred to in Welsh“.