Sniðaspjall:Vísindavefurinn

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Er nokkur þörf á því að taka fram hvernig spurning hljóðaði upphaflega? Það kemur jú fram á síðunni sem tengt er í og stundum er líka mörgum spurningum svarað í einu. Ég hefði haldið að það væri nóg að hafa bara titilinn í tenglinum. En ef maður ætlaði að bæta við öðrum upplýsingum, þá væri nær lagi að hafa höfundinn (í samræmi við hvernig Vísindavefurinn mælir með því að vísað sé í svörin). --Cessator 4. mars 2009 kl. 18:40 (UTC)[svara]

Það ætti að sjálfsögðu að bæta við höfundinum líka. Veit ekki með að segja hvernig spurningin var upphaflega, það virtist vera góð hugmynd þegar ég fékk hana fyrst. --Baldur Blöndal 4. mars 2009 kl. 18:54 (UTC)[svara]
En kosturinn við að hafa bara titilinn er að það verður svo mikið minni vinna að setja inn tengil. Ef maður þarf líka að setja inn höfund og skrolla svo niður og finna út hvernig spurningin hljóðaði upphaflega og afrita hana og líma inn í sniðið, þá verður þetta meira vesen en maður nennir að standa í. Þegar öllu er á botninn hvolft þiggur Vísindavefurinn efni frá höfundum sínum og birtir á eigin ábyrgð, þannig að það er nóg að í tenglinum standi „Vísindavefurinn: “ (það þarf ekkert nauðsynlega að hafa höfundinn líka, eins og maður myndi gera ef vísað væri í svarið sem heimild, enda koma þær upplýsingar fram á síðunni) og titillinn á svarinu. --Cessator 4. mars 2009 kl. 19:09 (UTC)[svara]
Ef við ákveðum að láta höfund og/eða upprunalega spurningu fylgja með þá væri það líklega valkvætt hvort maður bætti því inn eða ekki. Það eina sem þarf að bæta inn eru fyrstu tvær breyturnar; þ.e. númer greinarinnar og spurningin. --Baldur Blöndal 4. mars 2009 kl. 20:32 (UTC)[svara]
Já og þannig er það núna með upprunalegu spurninguna, svo hún flækist þannig séð ekki fyrir neinum. --Cessator 4. mars 2009 kl. 21:49 (UTC)[svara]
En annað sem væri hægt að bæta við er útgáfudagur, því Vísindavefurinn birtir hann og hann er því þekktur. --Cessator 4. mars 2009 kl. 21:50 (UTC)[svara]
Ertu þá að tala um hvenær spurningar eru birtar á Vísindavefinum? Það er góð hugmynd, eina málið er þá að það þyrfti líklega að haga betur að uppsetningu sniðsins ef það á að bæta svona mörgum breytum við (dagsetning og nafn tekur sitt pláss) --Baldur Blöndal 4. mars 2009 kl. 21:55 (UTC)[svara]
Já, einmitt, dagsetningin þegar svarið birtist. Sennilega væri eðlilegast að hafa röðina svona: „Vísindavefurinn: Höfundur, „Svar“ (dagsetning) (Upphafl. spurning)“. En Það er líka allt í lagi að hafa þetta einfalt eins og það er núna. --Cessator 4. mars 2009 kl. 22:26 (UTC)[svara]

Væri ekki ráð að hafa breytu fyrir höfund færslunnar sem vísað er til í þessu sniði? Heimildaframsetningin á vefnum sjálfum tilgreinir alltaf höfund, svo ég held að vefurinn ætlist til þess að höfunda sé getið þegar vísað er til svaranna. TKSnaevarr (spjall) 5. febrúar 2024 kl. 22:49 (UTC)[svara]

Bætti við nokkrum breytum, bæði þeim sem vísindavefurinn notar og nokkrum fleirum. Snævar (spjall) 5. febrúar 2024 kl. 23:58 (UTC)[svara]
Mjög flott. Alltaf truflað mig að geta ekki nefnt höfund svarsins. --Akigka (spjall) 6. febrúar 2024 kl. 00:09 (UTC)[svara]