Sniðaspjall:Tilraun

Page contents not supported in other languages.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hlaupískarðið [breyta frumkóða]

Mig langar að milda orðalagið á þessu sniði, það í svona hálfgerðum skammartón og er leiðinlegt að fá á sig ef maður meinti vel. Mögulega væri hægt að skrifa eitthvað svona:

Tilraun þín tókst og var skráð niður en hún hefur nú verið tekin til baka. Þú getur prófað þig áfram í sandkassanum þínum, svo geturðu kíkt á kynninguna sem skýrir nánar hvernig maður skrifar greinar hérna. Við vonum auðvitað að þú haldir áfram að bæta þetta alfræðirit með okkur.

Eina vandamálið er að við skrifum ekki {{subst:tilraun}} sem fyllir út kóðann með hlaupískarði/substitution sem myndi þá ekki reiða sig lengur á þetta snið. Ef breytingar eru gerðar á þessu sniði breytir það öllum spjallsíðum sem það hefur verið notað á. Aðrar Wikipedíur eru mjög á móti eftirábreytingum á spjallsíðum, en þetta snið er nú ekki svo oft notað hjá virkum notendum svo að mögulega skiptir það ekki miklu máli.

Það er annars hægt að búa bara til nýtt snið og skipta þá yfir í {{subst:prufa}} eða eitthvað.

Þjarkur (spjall) 21. janúar 2019 kl. 15:41 (UTC)[svara]