Sniðaspjall:Landatafla
Þetta er kannski smámunasemi í mér, en ég var að hugsa um eitt: Eins og við notum landatöfluna, er ekkert staðalað útlit á henni. Ég sjálfur copy-pastea venjulega landatöflur annara landa og laga þær til, líklega gera það fleiri en ég veit ekkert um það. En það eru í það minnsta tvö útlit í gangi. Annað þeirra hefur línu milli fána og skjaldamerkis sem bæði eru á gráum bakgrunni og litlum, ljósum, auðum reit fyrir neðan þessa tvo. Hin er án línunnar, með hvítan bakgrunn en gráan ramma umhverfis hann og án litla reitsins, þar er hinsvegar kjörorð ríkisins með smærra letri. Mér persónulega finnst fyrri útgáfan fallegri, fyrir utan að hafa kjörorðið með smáu letri. En mér þykir þó verst að hafa ósamræmið. Þar að auki er nú til annað landatöflusnið ({{land}}) sem er svipað og það enska og hefur samræmt útlit, það er bara ekkert notað. Það væri hægt að nota það, eða ákveða að nota ákveðið útlit, en mér finnst tími til kominn að fara að taka ákvörðun. --Sterio 21. júlí 2005 kl. 20:01 (UTC)
- {{land}} já... Hefði verið til í að vita af því fyrr. Enskan er smám saman að færa landatöflurnar yfir í snið af þessu tagi sýnist mér. Danskan gerði löndin svo snemma að þeir eru með html-töflu í Afríkulöndunum. Norskan er enn með sama kerfi og við hér (wikitöflu). Það þyrfti eiginlega að „auglýsa“ þetta landasnið einhversstaðar til að það sé notað í framtíðinni. --Akigka 21. júlí 2005 kl. 23:14 (UTC)
Breyta og bæta
[breyta frumkóða]Spurning um að uppfæra til samræmis við en:Template:Infobox settlement sem vísar á Snið:Bær. Mér finnst t.d. ekki sniðugt að hafa 300px fasta breidd. Svo finnst mér letrið vera of lítið, sérstaklega t.d. í hlutfalli við breidd border-línunnar.
Ég er s.s. að spá í þessu í samhengi við Snið:Sveitarfélagstafla sem notast við þetta snið. --Jabbi (spjall) 17. mars 2014 kl. 12:48 (UTC)
- Endilega held ég. Má alveg við uppfærslu. --Akigka (spjall) 17. mars 2014 kl. 13:14 (UTC)