Snið:Gátt:Heimspeki/Undirgreinar
Útlit
- Rökfræði: Hvað er rökrétt? Hvað eru rök? Hvað eru gild rök? Hvað eru góð rök? Hvað eru sannfærandi rök? Hvað eru málefnaleg rök? Hvenær leiðir eina yrðingu af annarri?
- Frumspeki: Hvernig hlutir eru til? Hvert er eðli þessara hluta? Er tíminn til? Er til guð?
- Þekkingarfræði: Er þekking möguleg? Hvernig vitum við það sem við vitum? Hvernig vitum við að aðrir hugsi?
- Málspeki: Hvað er tungumál? Hvað er merking? Hvað er tilvísun? Hvað er sannleikur? Hvað eru myndlíkingar?
- Hugspeki: Hvað er mannshugurinn? Er hann efnislegur? Er hann andlegur? Hver eru tengsl hugar og líkama? Hvað er að vera maður sjálfur?
- Athafnafræði: Hvað er athöfn? Hver er munurinn á athöfn og atburði? Geta athafnir og atburðir verið orsakir eða ástæður?
- Siðfræði: Hvað er að breyta rétt og hvað er að breyta rangt? Hver er munurinn? Og af hverju eigum við að breyta rétt? Í hverju er hið góða líf fólgið?
- Stjórnspeki: Hvað er réttlæti? Hvað er ranglæti? Hvers vegna eru til ríki og yfirvöld? Hvaða takmörk er yfirvöldum sett?
- Réttarheimspeki: Hvers eðlis eru lög og lagasetning? Hvernig ættu lög að vera? Er til náttúruréttur eða einungis settur réttur?
- Fagurfræði: Hvað er fegurð? Er til mælikvarði á smekk? Hvað er list? Er list merkingarbær? Í hverju er góð list fólgin? Er listinni takmörk sett?
- Vísindaheimspeki: Hvað eru vísindi? Hvers konar ályktanir eru vísindalegar? Í hverju er vísndaleg aðferð fólgin?
- Söguspeki: Hvert er eðli mannkynssögunnar? Hvert ætti að vera viðfang hennar, einstaklingar eða samfélög? Er mynstur í mannkynssögunni? Er framför? Eða afturför?