Snið:Í fréttum
Útlit
- 16. mars: Kyoto sáttmálinn, alþjóðasáttmáli varðandi gróðurhúsaáhrif tekur gildi.
- Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 á Richter eða stærri, varð að kvöldi 31. janúar við landgrunnsbrúnina austur af Íslandi um 200 kílómetra frá landi. Fólk varð skjálftans vart bæði á Neskaupstað og Egilsstöðum, en sjaldgæft er að jarðskjálftar finnist þar.
- Um 4.000 Íslendingar keyptu heilsíðuauglýsingu í The New York Times [1], sem birtist þann 21. janúar 2005, og biðja Íraka afsökunar á því að Ísland skuli vera á lista yfir hinar svokölluðu „Viljugu þjóðir“. Því er lýst yfir, að samkvæmt könnunum séu um 80% íslensku þjóðarinnar þessu andvíg. Auglýsingin hefur vakið mikla athygli.