Fara í innihald

Smyrlabjörg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Smyrlabjörg er sveitabær í Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu. Smyrlabjörg voru kóngsjörð og var jarðardýrleiki tólf hundruð. Þegar kóngsjarðirnar í Austur-Skaftafellssýslu voru seldar 1836 þá voru Smyrlabjörg seld á 602 ríkisdali með tveimur kúgildum.

Árið 1969 var gerð vatnsaflvirkun fyrir ofan bæinn sem sér Höfn og sveitabæjum þar í kring fyrir 1,3 MW. Virkjunin heitir Smyrlabjargarvirkjun.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Smyrlabjargaárvirkjun“. Orkusalan.is. Sótt 25. apríl 2024.
  Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.