Fara í innihald

Smitandi lifrardrep í kanínum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Smitandi lifrardrep í kanínum
CryoEM endurgerð af Rabbit hemorrhagic disease virus (RHDV) vírushylki. EMDB entry Snið:PDBe[1]
CryoEM endurgerð af Rabbit hemorrhagic disease virus (RHDV) vírushylki. EMDB entry Snið:PDBe[1]
Vísindaleg flokkun
Ríki: Veirur
Fylking: Riboviria
Ætt: Caliciviridae
Ættkvísl: Lagovirus
Tegund:
Rabbit hemorrhagic disease virus

Smitandi lifrardrepensku Rabbit Haemorrhagic Disease) var bráðsmitandi sjúkdómur sem leggst aðallega á evrópukanínur (Oryctolagus cuniculus) og ræktuð afbrigði þeirra. Orsökin er calicoveira af ættkvíslinni Lagovirus. Þrjár megin gerðir eru þekktar og er dánartíðnin mis mikil eftir hverja er um að ræða. Hún smitast greiðlega með hlutum og snertingu og hefur mikið þol.

Hún kom fyrst fram í Kína 1983 hjá angórakanínum sem komu frá Þýskalandi,[2] og olli gríðarlegum skaða í kanínurækt. Síðar (1991) var honum viljandi dreift í Ástralíu til að halda niðri eða eyða stofni kanína sem er plága þarlendis.[3] Sýkin hafði nokkur áhrif, en ekki nægileg svo aftur var reynt 2017 með banvænni stofni.[4]

Sjúkdómurinn hefur tvisvar fundist hérlendis, fyrst í heimiliskanínum 2002, og síðast í Elliðarárdal 2020.[5][6]


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Luque, D.; González, J. M.; Gómez-Blanco, J.; Marabini, R.; Chichón, J.; Mena, I.; Angulo, I.; Carrascosa, J. L.; Verdaguer, N.; Trus, B. L.; Bárcena, J.; Castón, J. R. (2012). „Epitope Insertion at the N-Terminal Molecular Switch of the Rabbit Hemorrhagic Disease Virus T=3 Capsid Protein Leads to Larger T=4 Capsids“ (PDF). Journal of Virology. 86 (12): 6470–6480. doi:10.1128/JVI.07050-11. PMC 3393579. PMID 22491457.
  2. „Rabbit haemorrhagic disease: field epidemiology and the management of wild rabbit populations“. 2002.
  3. Cooke, Brian Douglas (2014). Australia's War Against Rabbits. CSIRO Publishing. ISBN 9780643096127.
  4. Adams, Prue (1. apríl 2017). „K5 rabbit virus an early success, researchers say“. ABC News. Sótt 20. maí 2018.
  5. https://www.mast.is/is/um-mast/frettir/frettir/smitandi-lifrardrep-talid-orsok-kaninudauda Frétt frá matvælastofnun
  6. https://www.visir.is/g/202025937d/kaninudaudi-rakinn-til-lifradreps Frétt hjá vísi

Tengill[breyta | breyta frumkóða]