Fara í innihald

Smaragður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Smaragðskristall frá Kólumbíu.

Smaragður (úr forngrísku: σμάραγδος smaragdos - „grænn gimsteinn“) er gimsteinn og afbrigði af steindinni berýl (Be3Al2(SiO3)6) sem verður græn vegna snefils af krómi eða vanadíni. Berýl hefur hörkuna 7,5-8 á Mohs kvarða. Smaragður er hringsílikat. Ljósari afbrigði eru stundum kölluð „grænt berýl“. Smaragðar finnast um allan heim en helstu framleiðslulönd eru Kólumbía og Sambía.

  • „Hvað er smaragður?“. Vísindavefurinn.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.