Sléttulaukur
Útlit
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Allium canadensis L.[1] | ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
Sléttulaukur (fræðiheiti: Allium canadensis) er tegund af laukætt sem er ættaður frá austurhluta N-Ameríku.[2]
Sléttulaukur líkist villilauk.
Afbrigði
[breyta | breyta frumkóða]Fimm afbrigði eru nú almennt viðurkennd:
- Allium canadense var. canadense - í stað blóma eru aðallega æxlilaukar. Þroskar sjaldan eða ekki fræ. Meginhluti útbreiðslusvæðisins.
- Allium canadense var. ecristatum Ownbey Krónublöð bleik, þykk. Strandsvæði Texas.
- Allium canadense var. fraseri Ownbey - Blóm hvít. Slétturnar miklu frá Texas til Kansas.
- Allium canadense var. hyacinthoides (Bush) Ownbey - Krónublöð bleik, þunn, blómin ilmandi. N-Texas og S-Oklahoma.
- Allium canadense var. lavandulare (Bates) Ownbey & Aase - Blóm lavendellituð, ekki ilmandi. N-Arkansas til S-Dakóta.
- Allium canadense var. mobilense (Regel) Ownbey - Blómin fjólurauð, krónublöð þráðlaga. SA-Bandaríkin
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ L. (1753) , In: Sp. Pl.: 1195
- ↑ Kew World Checklist of Selected Plant Families
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Sléttulaukur.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Allium canadense.