Fara í innihald

Skyldubundið mat

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skyldubundið mat er meginregla í stjórnsýslurétti sem skyldar stjórnvöld til að framkvæma mat á aðstæðum þegar löggjafinn hefur eftirlátið stjórnvaldinu skyldu til að ákvarða mál eftir aðstæðum hverju sinni. Sú regla felur í sér að stjórnvöldum sé óheimilt að afnema eða þrengja verulega þá heimild, til að mynda með því að setja afleidda löggjöf eins og reglugerðir sem orsaka að öll mál með eitt tiltekið einkenni fái sömu afgreiðslu óháð öðrum málavöxtum þeirra.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.