Skriðdrekinn - Einingahúsið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Skriðdrekinn - Einingahúsið er fyrsta bókin í ritröð Frosks útgáfu um Sval og Val, en áður hafði útgáfan þó sent frá sér fimm aðrar bækur í bókaflokknum. Hún hefur að geyma tvær sögur frá upphafsárum Franquins auk styttri skrítla.

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Skriðdrekinn (franska: Le Tank) er fyrri aðalsagan, en jafnframt sú styttri. Svalur og Valur ganga fram á bandaríska hermenn sem eru í óða önn við að selja hergögn úr stríðinu. Valur lætur freistast til að kaupa skriðdreka á kostakjörum. Félagarnir setjast undir stýri en ráða ekki neitt við neitt. Þeir skilja eftir sig slóð eyðileggingar í bænum áður en skriðdrekinn nemur staðar. Þeir ákveða að bæta tjónið og tekst það með hjálp barnungra vina sinna. Sögunni lýkur á að Valur stofnar niðurrifsþjónustu með hjálp skriðdrekans en þau áform enda einnig með ósköpum.

Einingahúsið (franska: La Maison préfabriquée) ehefst á því að Valur tekur að sér það verkefni að selja einingahús sem skjóta má upp á örskömmum tíma. Félagarnir halda niður á strönd til að selja húsin, en lenda í ótal árekstrum við baðstrandargesti. Þeir setja húsið upp of nærri sjónum og rekur það frá landi um nóttina. Valur fellur útbyrðis og óttast Svalur að félagi sinn sé drukknaður, en hann reynist þó hafa komist lífs af. Um það leyti sem félagarnir eru að jafna sig á ósköpunum ber að garði sölumann sem býður upp á einingahús og fær hann óblíðar móttökur.

Lyfjafræðingurinn úrræðagóði, Gamla konan og Heilagur Nikulás kemur í heimsókn eru þrjár stuttar uppfyllingasögur, ein til fimm síður. Þær eru allar prentaðar í sömu myndgæðum og í upphaflegu útgáfunni árið 1946, öfugt við fyrri sögurnar tvær sem voru litsettar og endurunnar til prentunar síðar.

Fróðleiksmolar[breyta | breyta frumkóða]

  • Skriðdrekinn var fyrsta Svals og Vals-verkefni Franquins og birtist ekki í teiknimyndablaðinu Sval heldur í sérhefti, enda hugsuð sem prófraun teiknarans unga. Sagan mæltist vel fyrir og varð því úr að Franquin var treyst fyrir því að rita sögurnar um titilpersónuna.
  • Franquin tók við ritun sagnanna um Sval og Val af listamanninum Jijé í miðri sögunni um Einingahúsið, hann gætti þess þó að halda teiknistílnum óbreyttum svo almennir lesendur áttuðu sig almennt ekki á skiptunum.
  • Þegar sagan um Einingahúsið var endurprentuð árið 1976 voru ýmsar smávægilegar breytingar gerðar, þar á meðal var endurteiknuð mynd af klæðskera sem bregður fyrir í einum myndaramma, en í upphaflegu sögunni svipaði honum óþægilega mikið til staðalmynda af gyðingum að mati Franquin.

Útgáfuupplýsingar[breyta | breyta frumkóða]

Arfurinn - Vitskerti prófessorinn var gefin út af Froski útgáfu árið 2017. Jean Antoine Posocco, eigandi útgáfunnar sá um uppsetningu og handskrift. Auður S. Arndal og Anita K. Jónsson eru skráðar fyrir íslenskri þýðingu. Textar um sögu Franquins ásamt myndskreytingu eru þýddir úr safnritinu Spirou L´Intégrale.