Skollanes
Útlit
Skollanes er nes sem gengur út í Hópið suðvestarlega og stendur í landi jarðarinnar Gottorp. Skollanes gengur norður út í vatnið vestan ósa Víðidalsár.
Við ósa Víðidalsár er svokallað Kerlingarsíki og vestan þess, á hól sunnan eystri Skollaneskletta, er heimagrafreitur sem gerður var árið 1963 og var það síðasti heimagrafreitur sem leyfi var gefið fyrir á Íslandi. Þar voru hjónin frá í Gottorp, Ásgeir Jónsson frá Gottorp og kona hans Ingibjörg Björnsdóttir lögð til hvílu í steyptu grafhýsi. Þar hjá var og Blesi, hinn frægi hestur Ásgeirs, heygður á staðnum í Blesaleiði þar sem hann stóð jafnan og horfði yfir til æskustöðvanna í Vatnsdalnum.