Blesi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Blesi Ásgeirs Jónssonar frá Gottorp er án efa einn frægasti hestur sem hefur borið þetta nafn. Kostum Blesa eru gerð góð skil í bók Ásgeirs, Horfnir góðhestar (1946) og ekki er það til að gera hestinn síður eftirminnilegan hvernig Ásgeir heygði þennan besta vin sinn í gröf í Skollanesi á jörð sinni Gottorp þar sem hann bjó svo um að hann reisti hestinn upp svo hann gæti horft austur til æskustöðvanna í Vatnsdalnum úr gröf sinni. 30 árum síðar, þegar Ásgeir sjálfur fór til feðra sinna vildi hann hvergi annars staðar vera en hjá Blesa sínum og lagði svo fyrir að hann yrði lagður í grafhýsi á sama stað við Hópið og Ingibjörg Björnsdóttir kona hans, sem lést nokkrum árum síðar, með honum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.