Skjaldarmerki Tansaníu
Útlit
Skjaldarmerki Tansaníu sýnir hefðbundinn tansanískan leðurskjöld þar sem efsti hlutinn er gylltur og táknar gullnámur landsins. Þar fyrir neðan er fáni Tansaníu og síðan rauður hluti sem táknar frjósemi jarðarinnar. Þar fyrir neðan koma bláar öldur sem tákna höf og vötn Tansaníu. Í gyllta hlutanum er kyndill sem táknar frelsi, upplýsingu og þekkingu. Eftir miðjunni er spjót sem táknar vörn frelsisins og í rauða hlutanum eru krosslögð öxi og hlújárn.
Skjöldurinn stendur á fjallinu Kilimanjaro. Skjaldberar eru maður og kona sem halda á fílstönnum. Maðurinn stendur á smárarunna og konan á baðmullarrunna.
Á borða neðst í skjaldarmerkinu standa kjörorð landsins; Uhuru na umoja, sem þýðir „Frelsi og eining“ á svahílí.