Fáni Tansaníu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hlutföll: 2:3

Fáni Tansaníu var tekinn í notkun þegar Tanganjika og Sansibar mynduðu ríkið Tansaníu árið 1964. Fánanum er skipt með svartri skálínu með gulum jöðrum. Línan merkir íbúa landsins og guli liturinn gullnámur þess. Efri þríhyrningurinn er grænn, sem táknar gróður landsins, en sá neðri blár sem merkir vötn og ár og Indlandshafið.