Fara í innihald

Skjaldarmerki Kambódíu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjaldarmerki Kambódíu
Forn fyrirmynd skjaldarmerkisins, lágmynd á stein

Skjaldarmerki Kambódíu hefur verið opinbert merki konungsríkisins Kambódíu allt frá því að landið fékk sjálfstæði frá Frökkum 1953. Fyrirmyndina er að finna frá tímum Jayavarman VI konungs (1090-1107).

Á merkinu standa tvö þjóðsagnadýr sitt hvoru megin. Gajasimha (ljón með fílarana) stendur til vinstri en hægra megin er singha (ljón). Dýrin styðja hvert sína fimmhæða sólhlíf. Efst í miðju er kóngakóróna og geislar af henni. Neðan við kórónuna eru tvær skálar hver ofan a annarri og ofan á þeirri efri liggur sverð. Milli sverðsins og kórónunnar er tákn á khmer fyrir hið heilaga hljóð Óam.[1]

Neðantil á merkinu er þrjú orð á khmer: - preah'jao (hans hágöfgi eða hér konungur) - krung (svæði eða land, hér ríki) - Kampuchea (Kamputsea), það er Konungur í Konungsríkinu Kambódía.

Þegar konungsdæmið af afnumið 1970 var skjaldarmerki einnig lagt af. Á næstu áratugum voru ýmsar útgáfur af skjaldarmerki notaðar allt eftir stjórnum, allar stíliseraðar útgáfur af Angkor Wat. Þegar konungsdæmið var endurreist 1993 var þetta skjaldarmerki tekið upp a nýju.

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Lýsing á skjaldarmerkinu“. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. febrúar 2009. Sótt 28. mars 2009.