Fara í innihald

Skjaðak

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skjaðak er haft um sérstaka skemmd í öli við gerjun, en líklega einnig um sveppagróður á korni. Skjaðak er líklega írskt tökuorð í íslensku.

Gamlar jarteiknabækur bera með sér að ölgerðin misheppnaðist stundum á Íslandi, það kom „skjaðak" í ölið, einhver óholl eða eitruð gerð. Var þá heitið á helga menn og urðu þeir jafnan vel við. Ísleifur biskup blessaði mungát það er skjaðak var í og var þaðan í frá vel drekkandi. Eins hjálpaði Þorlákur helgi vel, lífs og liðinn.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.