Skilvinda
Skilvinda eða skilja og stundum einnig skilvél er tæki til að aðgreina misþung efni með hröðum snúningi (hin þyngstu leita lengst út vegna miðflóttaaflsins), m.a. notað til að skilja að rjóma og undanrennu. Uppfinningamaður skilvindunnar var hinn sænski hugvitsmaður Gustav de Laval.
Skilvindur eru notaðar í margs konar iðnaði og við margs konar efni. Skilvindur eru notaðar til að hreinsa vatn og óhreinindi úr olíu. Skiljun, stundum nefnd afskiljun eða aflskiljun er mikið notuð á rannsóknastofum til að skilja að efni, frumur, frumuhluta eða vökva til dæmis eftir þyngd, þéttni eða seigju. Lýsisskilvindur gerðu kleift að vinna lýsi úr grút en áður hafði grútnum verið fleygt eftir að lifur er brædd. Með því að setja grút í skilvindu var hægt að ná 18 lítrum af lýsi úr tveimur tunnum af grút.[1]
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Skilvindan kemur til sögunnar; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1946
- Um skilvindur, Búnaðarrit, 1. Tölublað (01.01.1904), Bls. 283
- Landbúnaðarsafn Íslands - skilvindur (youtube myndband)
- Aðskilnaður (Rannsóknarstofan) Geymt 26 júní 2020 í Wayback Machine
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Fiskmjölsvélar og lýsisskilvindur,Íslendingur - 15. tölublað (16.04.1937)