Skildingavísa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Vísnakerling í Kaupmannahöfn

Skildingavísa eða ballöðublað er fjölprent sem prentað var á öðru megin á ódýran pappír. Ballöðublöð eða blöð með fréttum og rími voru eitt algengasta prentform frá 17. til byrjunar 20. aldar í Bretlandi, Írlandi og Norður-Ameríku. Í Danmörku voru slík prent kölluð skildingavísa (d. skillingsvise) og var vísan vanalega prentuð á fjórar síður með forsíðumynd sem var í fyrstu trérista en síðar meir (á 20. öld) oft ljósmynd. Margar skildingavísur eða ballöðublöð fjalla um morð, ástir og hermenn. Skildingavísur voru fyrri tíma slúðurfréttamennska. Oftast var vísan skrifuð við lag sem fólk þekkti og sem hægt var að syngja. Elsta varðveitta danska skildingavísan er frá 1530. Elstu skildingavísurnar voru handskrifaðar í takmörkuðu upplagi en eftir því sem prent varð vinsælla þá var hægt að fjöldaframleiða þær í stóru upplagi. Farandsalar seldu skildingavísur úti í sveitum en í bæjum voru þær seldar af börnum og vísnakerlingum sem gengu um götur og stræti og sungu eða hrópuðu upp vísurnar til að reyna að selja prentuðu útgáfuna. Þessi sala var bönnuð í Danmörku frá 18. september 1805 og skyldu brot varða þriggja mánaða vist í betrunarhúsi. Vísnakerlingarnar keyptu vísurnar á einn skilding og seldu á tvo skildinga.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]