Skilagjald (umbúðir)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skilagjald er sú upphæð sem er borguð þeim sem skilar einnota umbúðum til baka. Dæmi um umbúðir sem má innheimta skilagjöld fyrir eru áldósir og flöskur. Kerfið virkar þannig að maður borgar innstæðu þegar varan er keypt sem maður fær svo til baka þegar umbúðunum er skilað. Skilagjaldskerfi eru notuð meðal annars til að stuðla að endurnotkun og endurvinnslu umbúða og draga úr rusli á götunum. Fyrir margt fátækt fólk eru skilagjöld mikilvæg tekjuöflunarleið. Skilagjöld eru mismunandi eftir löndum en á Íslandi er það 18 krónur (2023).

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.