Skessan í hellinum
Útlit
Skessan í hellinum er tröll í fullri stærð inní Svartahelli við smábátahöfnina í Keflavík. Hellirinn var búinn til á Ljósanótt 2008 og situr skessan þar sofandi í ruggustól.[1]
Skessan er hugverk Herdísar Egilsdóttur sem árið 1959 gaf út fyrstu bókina um Siggu og skessuna í fjallinu. Í tilefni af opnun hellisins á Ljósanótt 2008 kom út 16. bókin sem kallast Sigga og skessan á Suðurnesjum.
Hönnun hellisins, framkvæmd og gerð skessunnar var í höndum listahópsins Norðanbáls en við undirbúning verkefnisins leituðu þeir ráða hjá skessunni sem kom með ábendingar um gerð hellisins en í hann er notað efni úr nálægu umhverfi sem gerir hann samofinn landinu.[2]
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Vefsíða Skessunnar í hellinum Geymt 15 janúar 2018 í Wayback Machine