Skagi Skoftason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skagi Skoftason var landnámsmaður sem nam austanverða strönd Eyjafjarðar frá Varðgjá út til Fnjóskár. Samkvæmt því sem segir í Landnámu nam Helgi magri upphaflega allan Eyjafjörð, einnig austurströndina, en lét svo öðrum landnámsmönnu hana eftir og hefur Skagi verið fyrstur þeirra.

Skagi var frá Mæri og er sagður hafa orðið ósáttur við Eystein glumru, föður Rögnvaldar jarls, og þess vegna farið til Íslands. Hann bjó í Sigluvík.