Analsím

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Analsím
Analsím

Analsím er algengt og auðþekkjanlegt á kristalforminu og sterkum glergljáa.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Analsím finnst sem aðskildir kristalar eða liggja saman í klösum. Stærðin 0,2-0,5 cm.

  • Efnasamsetning: NaAlSi2O6 • H2O
  • Kristalgerð: kúbísk
  • Harka: 5-5½
  • Eðlisþyngd: 2,22-2,63
  • Kleyfni: ógreinileg

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Algeng og finnst í ólivínbasalti. Finnst sem analsímbelti í blágrýtisfjöllunum á Íslandi.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2