Skógarbukkur
Útlit
Vestur-skógarbukkur | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||||
NT/nt
| ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Tragelaphus eurycerus | ||||||||||||||||
Austur-skógarbukkur | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||||
CR/cr
| ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Tragelaphus isaaci | ||||||||||||||||
Skógarbukkur (fræðiheiti: Tragelaphus eurycerus) er ein stærsta skógarantílópan. Tvær undirtegundir eru til:
- Vestur/láglands skógarbukkur - T. e. eurycerus. Er í nokkurri hættu. Útbreiðslusvæði er í mið- og vestur-Afríku.
- Austur/fjalla skógarbukkur - T. e. isaaci. finnst aðeins í fjalllendi Kenýa og er stærri og þyngri en Vestur-skógarbukkurinn. Er í útrýmingarhættu.
Skógarbukkur er með lóðréttar hvítar rendur á bolnum og hvítan hálfmána á bringu, bletti í andlitinu og rendur á fótleggjum. Feldurinn er jarpur að ofan en dekkri á kviðinum og dökknar með aldrinum hjá höfrunum. Skógarbukkur er matvönd laufæta og er nætudýr.
Kven- og karldýr eru svipuð að stærð. En hafrarnir eru með lengri horn (allt að 95cm). Þeir eru einfarar og fátítt er að þeir berjist sín á milli. Hindirnar lifa í allt að 50 dýra hjörðum; safnast saman þegar kiðin mynda sína eigin hópa.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Skógarbukkur úr Dýrin, leiðsögn í máli og myndum.
- Fyrirmynd greinarinnar var „Bongo (antelope)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 13. ágúst 2018.