Fara í innihald

Skátafélagið Garðbúar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skátafélagið Garðbúar
Stofnun1969
HöfuðstöðvarHólmgarður 34
MarkaðsvæðiFossvogur, Leiti, Bústaðahverfi
ForstöðumaðurHelgi Jónsson
Vefsíðahttps://gardbuar.com/

Skátafélagið Garðbúar er skátafélag í Fossvogi, Reykjavík. Skátafélagið var stofnað 29. mars, 1969.[1] Skátafélagið býður upp á skátastarf fyrir börn og ungmenni á aldrinum 7-25 ára. Skátafélagið Garðbúar er hluti af Skátasambandi Reykjavíkur og heyrir undir Bandalag íslenskra skáta.

Skátasveitir[breyta | breyta frumkóða]

Í skátafélaginu starfa sex skátasveitir fyrir mismunandi aldursbil:

 • Drekaskátasveitin Náttfarar fyrir börn á aldrinum 7-9 ára.
 • Fálkaskátasveitin Völsungar fyrir börn á aldrinum 10-12 ára.
 • Dróttskátasveitin Bótes fyrir unglinga á aldrinum 13-15 ára.
 • Rekkaskátar fyrir ungmenni á aldrinum 16-17 ára
 • Róverskátar fyrir fullorðna, 19-26 ára.[2]

Saga Skátafélagsins Garðbúa[breyta | breyta frumkóða]

Skátafélagið Garðbúar varð til við það að Skátafélag Reykjavíkur og Kvenskátafélag Reykjavíkur sameinuðust og í stað þeirra voru stofnuð félög í hverjum borgarhluta. Skátastarf hafði þó farið fram í Fossvogi, en skátasveitin Sturlungar hafði staðið fyrir skátastarfi fyrir drengi í Háaleiti, Bústaðahverfi og Fossvogi frá árinu 1951. Skátasveitin Sturlungar fékk afhent húsnæði við Hólmgarð 34 árið 1958. Sama ár var skátasveitin Uglur stofnuð fyrir stúlkur í hvefinu.[3]

Lækjabotnar[breyta | breyta frumkóða]

Skátafélagið hefur haft umsjón með skátaskálanum Lækjabotnum síðan 1957 en eignaðist hann 1996.[4] Lækjarbotnar eru í Lækjarbotnalandi í Kópavogi, um 14 km austur af Reykjavík. Skálinn er á tveimur hæðum með ríflega 30 gistiplássum.[5] Rúmgott svefnloft er á skálanum, eldhús og samkomusalur. Við skálann er minningarreitur þar sem fallnir félagar hafa verið heiðraðir með gróðursetningu.[6]

 1. „Skátablaðið - 3. tölublað (01.09.2002) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 27. október 2020.
 2. „Skátafélagið Garðbúar“. Skátafélagið Garðbúar (enska). Sótt 27. október 2020.
 3. „Saga Garðbúa“. Skátafélagið Garðbúar (enska). 26. apríl 2018. Sótt 27. október 2020.
 4. „Saga Garðbúa“. Skátafélagið Garðbúar (enska). 26. apríl 2018. Sótt 27. október 2020.
 5. „Lækjabotnar“. Skátafélagið Garðbúar (enska). 7. janúar 2016. Sótt 27. október 2020.
 6. „Saga Garðbúa“. Skátafélagið Garðbúar (enska). 26. apríl 2018. Sótt 27. október 2020.