Fara í innihald

Sjösofendur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þýskt 19. aldar málverk af sjösofendum.

Sjösofendur voru sjö kristnir og grískættaðir unglingar í Efesos sem sváfu í 150 eða 200 ár tíl að losna undan ofsóknum Desíusar keisara um miðja 3. öld. 27. júní er sjösofendadagur.

Velættaðir kristnir unglingar leituðu hælis í helli einum í fjallinu Celius vegna trúarofsókna og voru múraðir inni. Guð lét svefn falla á þá og vöknuðu þeir ekki aftur fyrr en eftir nær tvær aldir. Þá var land þeirra orðið kristið og þeir færðu Þeódósíusi keisara sönnun fyrir lífi eftir dauðann, en lögðust siðan aftur til svefns og sofa nú að eilífu. Dagaurinn, sem við þá er kenndur, sjösofendadagurinn, varð mikils metínn á dögum krossferðanna og á 17. öld var byrjað að heita á sjösofendur við svefnleysi og hitasótt.

Helgisögninni fylgir veðurtrú á suðlægum slóðum, og á veður að haldast líkt sjö næstu daga eða vikur. Slíkrar þjóðtrúar varð vart á Íslandi á síðari öldum en hún virðist aldrei hafa verið almenn, en ef til vill lífseigust á vesturhluta landsins.

Á síðari tímum er sjösofandi stundum notað um þann sem sefur fast og lengi eða einhvern sem varast ekki hættu eða gegnir ekki kalli tímans.

  • „„Sjösofendadagur". Gagnasafn Morgunblaðsins, skoðað 23. júní 2011“.
  • „„Kirkjuárið". Á vef Borgarfjarðarprófastsdæmis, skoðað 23. júní 2011“.
  • „„Sjösofandi". Á www.snöru.is, skoðað 23. júní 2011“.