Fara í innihald

Sjósund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sjósundsviðburður á jóladagsmorgunn í Ástralíu.

Sjósund er sund sem fram fer utandyra í sjó, ám eða vötnum. Sjósund er stundað sem íþrótt og heilsubót. Stundum felst í sjósundi sérstök þolraun þegar synt er langar leiðir eða í mjög köldu vatni. Langsund eru sund sem eru lengri en hefðbundnar sundíþróttagreinar sem fara fram í sundlaugum, og maraþonsund eru mjög löng sund (yfir 10 km). Dæmi um maraþonsund er að synda yfir Ermarsund.

Sjósundfólk notast stundum við sérstakan búnað, eins og áberandi sundhettur til að sjást betur, öryggisbauju sem fest er við sundmanninn, og föt (hanska, skó eða galla) úr neopreni til að verjast kulda.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.