Fara í innihald

Sjávarfit

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sjávarfitjar á fjöru og flóði og háflóði.

Sjávarfit er gróið svæði við strönd ofan háflóðslínu sem stundum flæðir yfir. Sjávarfitjar eru vaxnar saltþolnum plöntum. Á sjávarfitjum vaxa plöntur eins og sjávarfitjungur (Puccinellia maritima), flæðistör (Carex subspathacea), skriðstör (Carex mackenziei) og marstör (Carex salina). Sjávarfitjar myndast eingöngu þar sem sjór er lygn og enginn öldugangur, ef það er mikill öldugangur þá nær jarðvegur ekki að festast og þar myndast sjávarkambar en ef aðfall er lygnt þá ná næringarefni og jarðvegsefni að setjast til og mynda jarðveg fyrir gróður. Sjávarfitjar eru því helst innst í vogum og fjörðum.

Sjávarfitjar við Ísland eru takmarkaðar við litla bletti eða mjóar ræmur sem má finna við allar strendur landsins, en mestar eru sjávarfitjar við norðaustanverðan Faxaflóa.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.