Silt
Útlit
Silt er set úr jökulvatni, og er kornastærð efnisins millistig á milli sands og leirs, 0,002–0,063 mm. Sé silti núið milli fingurgóma, finnst fyrir kornum. Silt er ekki burðarhæft efni fyrir mannvirkjagerð.
Orðið silt er hvorugkynsorð og beygist eins og vatn.
Einnig er stundum notað nýyrðið sylti, en það hefur ekki náð fótfestu.