Jay og Silent Bob

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Silent Bob)

Jay og Silent Bob eru kvikmyndapersónur leiknar af Jason Mewes og Kevin Smith. Þeir koma yfirleitt fram sem marijúanasölumenn sem hanga á götuhornum og angra vegfarendur. Jay hefur oftast orð fyrir þeim báðum en Silent Bob á það til að halda langar heimspekilegar ræður.

Þeir birtust fyrst kvikmyndunum Búðarlokur (1994) og Mallrats (1995) og síðan í flestum mynda Smith eins og Stúlkan frá Jersey (2004), Zack og Miri gera klámmynd (2008) og Cop Out (2010). Þeir eru í titilhlutverkum í Jay og Silent Bob snúa aftur (2001) og teiknimyndinni Jay & Silent Bob’s Super Groovy Cartoon Movie (2013).

  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.