Sigursteinn Gíslason
Sigursteinn Gíslason (25. júní 1968 - 16. janúar 2012)[1] var yfirknattspyrnuþjálfari Leiknis og fyrrverandi varnarmaður.
Hann hóf knattspyrnuferil sinn með KR og spilaði fyrst með þeim árið 1987. Árið eftir fór hann til ÍA og spilaði með þeim til 1998 og vann með þeim fimm Íslandsmeistaratitla. Hann gekk til liðs við KR 1999 og vann með þeim fyrsta titil félagsins í 31 ár. Hann fór veturinn eftir til Stoke City en festi sig ekki í sessi þar og fór aftur til KR árið 2000 og var þar til ársins 2003. Síðasta tímabilið sitt lék hann með Víkingi Reykjavík, 2004. Eftir að hætta knattspyrnuiðkun var hann ráðinn aðstoðarþjálfari KR, en að loknu tímabilinu 2008 var hann ráðinn þjálfari Leiknis. Sigursteinn hefur unnið 9 Íslandsmeistaratitla sem leikmaður, flesta allra, og spilað 22 landsleiki.
Sigursteinn dó þann 16. janúar 2012 úr krabbameini.[1]
Neðanmálsgreinar
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 Andlát: Sigursteinn Gíslason Morgunblaðið. Sótt 17.1.2012
Knattspyrnufélag Reykjavíkur - Íslandsmeistari árið 2003 |
---|
Kristján Finnbogason | Sigursteinn Gíslason | Gunnar Einarsson | Kristján Örn Sigurðsson | Kristinn Hafliðason | Bjarki Gunnlaugsson | Sigurvin Ólafsson | Einar Þór Daníelsson | Veigar Páll Gunnarsson | Arnar Gunnlaugsson | Sigurður Ragnar Eyjólfsson | Sigþór Júlíusson | Jón Skaftason | Þórhallur Hinriksson | Valþór Halldórsson | Garðar Jóhannsson | Sölvi Davíðsson | Jökull Elísabetarson | Stjóri: Willum |